Fara í efni

Ný stjórn starfsmannafélags Langanesbyggðar

Fréttir

Ný stjórn Starfsmannafélags Langanesbyggðar hélt sinn fyrsta fund 3.mars og skipti þá með sér verkum. Stjórnin er þannig skipuð:

Hilma Steinarsdóttir – formaður
Anna Lára Friðbergsdóttir – gjaldkeri
Ránar Jónsson – ritari
Hallsteinn Stefánsson – meðstjórnandi
Þórarinn Þórisson – meðstjórnandi

Á fundinum var rætt um að skoða það að fara í utanlandsferð í vor (helst frá Akureyri), ekki búið að ákveða neitt eða senda út skráningarlista, erum bara að skoða málin.

Í lögum félagsins segir:
„Við inngöngu í starfsmannafélagið hefur nýr félagsmaður rétt á 25% styrk til ferða eða annars tilefnis, eftir fjóra mánuði nær félagsmaður 50% rétt, eftir hálft ár 75% rétt og eftir níu mánuði í starfsmannafélaginu er félagsmaður með 100% rétt til að fá greitt t.d. í ferð hvort sem það sé innanlands eða utanlandsferð“