Nýbygging leikskóla á Þórshöfn – Lóðarfrágangur og aðkoma.
Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í verðkönnun (samningsinnkaupum) vegna hluta framkvæmda við nýbyggingu leikskóla á Þórshöfn.
Verk það sem nú um ræðir felur m.a. í sér frágang lóðar umhverfis nýbyggingu, lagfæringu og gerð nýrra göngustíga, uppsetningu lýsingar og yfirborðsfrágang aðkomugötu. Taka skal tillit til þess að starfsemi er í leikskólanum á hluta framkvæmdatíma.
Verkgögn byggja á áður auglýstu útboði framkvæmdarinnar í heild og gilda skilmálar um hæfi og fjárhagsstöðu bjóðenda sem þar eru fram settir.
Með skriflegri (t.d. tölvupóstur) ósk um þátttöku skulu eftirfarandi gögn lögð fram.
-
Almennar upplýsingar um bjóðanda, svo sem starfslið, reynslu yfirmanna og nafn þess starfsmanns, sem ber ábyrgð á og annast upplýsingagjöf vegna verksins.
-
Ársreikningar síðustu tveggja ára, áritaðir af endurskoðanda. Ef um einstakling með atvinnurekstur í eigin nafni er að ræða, er óskað eftir staðfestum ljósritum af skattaskýrslum.
-
Staðfestingu frá viðkomandi yfirvöldum um að bjóðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld.
-
Staðfestingu frá þeim lífeyrissjóðum, sem stærstur hluti starfsmanna greiðir til, um að bjóðandi sé ekki í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld starfsmanna.
Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við sveitarstjóra eigi síðar en 23. apríl 2019 í síma 468 1220 eða netfangið elias@langanesbyggð.is, mun hann afhenda verkgögn og skilmála.