Fara í efni

Nýr bátur á Bakkafjörð

Fréttir
Digranes NS 124 og Digranes 1 NS 125
Digranes NS 124 og Digranes 1 NS 125
Digranes NS 124 bættist í bátaflotann á Bakkafirði í vikunni en það var Marinó Jónsson ehf sem keypti þennan yfirbyggða línubát.

Digranes NS 124 bættist í bátaflotann á Bakkafirði í vikunni en það var Marinó Jónsson ehf sem keypti þennan yfirbyggða línubát. Báturinn er 12 m langur, útbúinn með Mustad 14-15 þúsund króka autoline línukerfi. Vélin er af gerðinni Yanmar 650 hp. Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði árið 2005. Áður gerði útgerðin út bát með sama nafni sem gerður var út á línu, handfæri og grásleppu.  /HS

 

Kapteinn Gunnlaugur

Myndir: Hilma Steinarsdóttir