Nýr oddviti og varaoddviti í Langanesbyggð
Á 39. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem haldinn var þann 14. janúar 2016 á Þórshöfn á Langanesi var gengið frá eftirfarandi kjöri:
Oddviti Langanesbyggðar er Reynir Atli Jónson.
Varaoddviti Langanesbyggðar er Hulda Kristín Baldursdóttir.
Reynir Atli Jónsson fæddist á Seyðisfirði 28. október 1978. Hann er í sambúð með Katharina Winter. Hann hlaut menntun sem hestaþjálfari og reiðkennari að Hólum í Hjaltadal og hefur starfað við fag sitt víða um heim. Í dag starfar hann sem hestaþjálfari, knapi og reiðkennari hjá eigin fyrirtæki.
Reynir Atli hefur starfað við sveitarstjórnarmál frá maí 2014.
Hulda Kristín Baldursdóttir fæddist á Akureyri 1. september 1993. Hún er í sambúð með Alberti Jóni Hólm Sigurðssyni og saman eiga þau einn son. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Akureyrar. Í dag starfar hún við hjúkrunarheimili aldraðra á Þórshöfn.
Hulda Kristín hefur starfað við sveitarstjórnarmál frá maí 2014. Hún var yngsti kjörni fulltrúinn á Íslandi í síðastliðnum kosningum og leiða má að því líkur að hún sé einnig yngsti kjörni varaoddviti Íslands.