Fara í efni

Nýr sveitarstjóri í Langanesbyggð

Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar kom saman á aukafundi þann 4. júlí þar sem ákveðið var að Ólafur Steinarsson yrði ráðinn sem sveitarstjóri í frá og með 8. júlí næstkomandi.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar kom saman á aukafundi þann 4. júlí  þar sem ákveðið var að Ólafur Steinarsson yrði ráðinn sem sveitarstjóri í Langanesbyggð frá og með 8. júlí næstkomandi.

Ólafur er menntaður bifreiðasmiður og iðnrekstrarfræðingur og lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Ólafur hefur komið að fjölda verkefna. Hann starfaði lengi hjá Samskipum bæði innanlands og utan. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri veiðarfærasölunnar Icedan sem síðar sameinaðist Ísfelli, var framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni í endurskipulagningarferlinu 2004 og starfaði síðar sem stjórnarformaður Hans Petersen í tvö ár.

Ólafur var framkvæmdastjóri Plastprents árin 2007-2010 og hefur síðustu árin sinnt stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum og auk þess eigin rekstrarverkefnum.

Ólafur er kvæntur Regínu Ingu Steingrímsdóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.