Fara í efni

Nýr þurrkari í loðnumjölsverksmiðjunni 115 tonn

Fréttir
Í gærmorgun var hífður upp af fraktskipi gríðarstór loðnumjölsþurrkari og vegur hann aðeins 115 tonn. Til þess þurfti að fá tvo krana sunnan úr Reykjavík sem og auka vöruflutningabíla með tilheyrandi viðbúnað sem þurfti til verksins. Að sögn Kristinns Lárussonar gekk nú ekki átakalaust að koma þessu flykki inní verksmiðjuna og brotnuðu stoðir undan og svona smá "bras". Gamli þurrkarinn sem skipt var út er enn á bryggjunni og bíður flutnings landleiðina til Reyðarfjarðar en þar eru þungatakmarkanir á vegum fyrirstaða eins og er. Nýi þurrkarinn hefur 690 fermetra þurrkflöt og forþurrkar mjölið áður en það fer í gengum aðra tvo þurrkara. Að sjálfsögðu var svo mjölútskipun í kjölfarið til að nýta ferðina hjá skipinu.

Í gærmorgun var hífður upp af fraktskipi gríðarstór loðnumjölsþurrkari og vegur hann aðeins 115 tonn. Til þess þurfti að fá tvo krana sunnan úr Reykjavík sem og auka vöruflutningabíla með tilheyrandi viðbúnað sem þurfti til verksins. Að sögn Kristinns Lárussonar gekk nú ekki átakalaust að koma þessu flykki inní verksmiðjuna og brotnuðu stoðir undan og svona smá "bras". Gamli þurrkarinn sem skipt var út er enn á bryggjunni og bíður flutnings landleiðina til Reyðarfjarðar en þar eru þungatakmarkanir á vegum fyrirstaða eins og er. Nýi þurrkarinn hefur 690 fermetra þurrkflöt og forþurrkar mjölið áður en það fer í gengum aðra tvo þurrkara. Að sjálfsögðu var svo mjölútskipun í kjölfarið til að nýta ferðina hjá skipinu./GBJ

 

Myndir Kristinn Lárusson og Gréta Bergrún