Nýtt skip Ísfélagsins til Þórshafnar
29.12.2015
Fréttir
Í morgun kom Muggur HU-57 sem Ísfélags Vestmannaeyja hf keypti nýlega til Þórshafnar.
Í morgun kom Muggur HU-57 sem Ísfélag Vestmannaeyja keypti nýverið til Þórshafnar Þetta er 15 brúttótonna línubátur smíðaður 2008 og er með 355 ha Cummings vél. Muggur er í krókaaflamarkskerfinu og verður gerður út frá Þórshöfn. Er honum ætlað að styrkja bolfiskvinnslu Ísfélagsins á Þórshöfn. Á bátnum eru um 500 tonn af þorski auk annarra tegunda. Eru þetta mjög góð tíðindi fyrir Langanesbyggð og styrkir mikið atvinnulífið á staðnum.
Langanesbyggð óskar Ísfélaginu hjartanlega til hamingju með bátinn.