Fara í efni

Ofsaveður í fyrramálið - gætið að lausamunum

Fréttir
Í nótt og fyrramálið (þriðjudag 26. febr.) gengur í suðaustan og suðvestan ofsaveður. Mestur vindhraði verður um hádegisbil á þriðjudag skv. veðurspá

Í nótt og fyrramálið (þriðjudag 26. febr.) gengur í suðaustan og suðvestan ofsaveður. Mestur vindhraði verður um hádegisbil á þriðjudag skv. veðurspá. Vindhraði getur orðið allt að 25-30 m/sek og enn meiri í vindhviðum.

Húseigendur og aðrir eru beðnir að gæta að lausamunum, svo sem ruslatunnum og öðru sem gæti fokið og fergja eða verja.

Veðrið á síðan að ganga niður á þriðjudagskvöldið, en vindaspá má sjá hér hjá Veðurstofu Íslands.