Fara í efni

Olíuiðnaðarsvæði yrði í Gunnólfsvík

Fundur
14.jan 2009            Frétt af ruv.isHafnaraðstaða í Vopnafirði og á Þórshöfn verður nýtt til olíuleitar á drekasvæðinu þau átta til tíu ár sem

14.jan 2009            Frétt af ruv.is
Hafnaraðstaða í Vopnafirði og á Þórshöfn verður nýtt til olíuleitar á drekasvæðinu þau átta til tíu ár sem leitin gæti tekið. Ef olía eða gas finnast er hinsvegar fýsilegt að byggja upp stóra skipahöfn og birgðastöð í Gunnólfsvík á suðaustanverðu Langanesi. Þetta er niðurstaða staðarvalsskýrslu iðnaðarráðuneytisins sem kynnt var í dag. Skýrslan er unnin í samvinnu við sveitarfélögin Vopnafjarðarhrepp og Langanesbyggð.

Auglýst verður eftir tilboðum í olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu eftir rúma viku. Miðað er við að fimm sérhæfð olíuleitarfyrirtæki fái leyfi til að ráðast í umfangsmiklar rannsóknir og boranir.

Stefnt er að því að veita leyfin síðar á árinu. Björn Ingimarsson sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að tekið verði tillit til niðurstöðu skýrslunnar þegar unnið verður að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Hann er bjartsýnn á framhaldið og segir að kreppan muni ef eitthvað er vera verkefninu til framdráttar.