Ölver
12.11.2007
12 nóv.2007Sæl öll Alltaf jafn gaman að lesa eitthvað eftir "Skáhöllu Skækju" sem ég tel nú alls ekki vera réttnefni enda manneskjan alls engin skækja. Já kannski það verði einhleypingum Þórshafn12 nóv.2007
Sæl öll
Alltaf jafn gaman að lesa eitthvað eftir "Skáhöllu Skækju" sem ég tel nú alls ekki vera réttnefni enda manneskjan alls engin skækja. Já kannski það verði einhleypingum Þórshafnar til bjargar að fara saman í hópferð til Norðfjarðar. Það sjást hvort sem er engar rjúpur og þess vegna ekki eftir neinu að bíða. Þegar þessar hugleiðingar um paranir einhleypinga eru svo mikið á döfinni datt mér í hug að lauma inn einum brandara sem er yfir meðallagi fyndinn. Hann er eitthvað á þessa leið.
Bóndi nokkur á norðausturlandi, nánar tiltekið í Þistilfirði var loksins búinn að ná sér í konu, og enga smá skutlu 25 árum yngri en hann og eðlilega hafði bóndinn gríðarmikinn áhuga á líkamlegu samræði við þessa ungu konu sína. Einn var þó hængur á, alveg sama hvernig karlgreyið reið og reið þá fékk konan aldrei neitt út úr kynlífinu. Bónda þótti þetta óskaplega leiðinlegt og dreif sig yfir á næsta bæ til vinar síns Sigfinns sem var búfræðingur að mennt og kunni vel til sæðinga á kúm. Sigfinnur tók vini sínum vel og kvaðst kunna ráð sem hann hafði oft notað við sæðingar á kúm en það væri að sveifla handklæði fyrir framan hausinn á kúnni og við það myndi hún róast mjög og allt gengi miklu betur. Bóndi heldur nú heim á leið, léttstígur mjög og fullur tilhlökkunar að reyna þessa aðferð með ungu konunni sinni. Nú kemur kvöld og bóndinn færist allur í aukana, tekur til við ríðingarnar og sveifar handklæðinu í sífellu fyrir framan andlitið á ungu konunni en allt kemur fyrir ekki. Aftur heldur hann á fund Sigfinns búfræðings og segir farir sínar ekki sléttar. Þykir Sigfinni þetta óskaplega leiðinlegt allt saman og býður bónda að taka vinnumann sinn Pál að nafni með sér heim og láta hann sveifla handklæðinu og taldi Sigfinnur að þá myndi allt ganga upp. Nú kemur kvöld og bóndi tekur enn á ný til við ríðingarnar og Páll sem var talsvert yngri en bóndinn tekur til við að sveifla handklæðinu af miklum móð. Gengur þetta svona drjúga stund og allt kemur fyrir ekki, unga konan bara fær ekki fullnægingu. Kastar bóndi sér þá af baki og skipar Páli að taka við ríðingunum og tekur bóndi sjálfur við handklæðinu og byrjar að sveifla því af gríðarlegum krafti rétt fyrir framan andlitið á ungu konunni. Nú fara að gerast hlutir heldur mikilfenglegir, Páll ríður og ríður af miklum móð og unga konan fær eftir skamma stund hverja fullnæginguna af annari og gott ef hún fékk ekki raðfullnægingar inn á milli. Þegar síðasta fullnægingin var að klárast öskraði bóndinn rennsveittur og úrvinda: "ÞAÐ ER SVONA PÁLL, SEM Á AÐ SVEIFLA HANDKLÆÐINU, SVONA.
ekki má þó miskilja mig, ekki má halda að ég treysti ekki fyrrverandi sveitungum mínum til að sveifla handklæðinu sjálfir og hjálparlaust. Nei þeir fara létt með það og hafa sýnt það margir hverjir. Nú að alvarlegri málefnum. Nú er fyrir dómi mál skyttu frá Þórshöfn sem við köllum X gegn manni í Reykjavík sem við köllum B. Málavextir eru þeir að X seldi B rjúpur og sendi þær með flutningabíl til Reykjavíkur. Þegar B fór að skoða í kassann, kom í ljós að rjúpurnar voru talsvert öðruvísi en B hafði vanist. Voru rjúpur þessar smávaxnar mjög og í stað loðinna fóta voru lappirnar eldrauðar að lit og spírur mjóar. Leitaði dómurinn álits dr Bjarnfreðar Hallmundarsonar fuglafræðings(sem er pabbi Georgs Bjarnfreðarsonar vaktstjóra í Næturvaktinni) og taldi hann fullsannað að um hvítar dúfur væri að ræða. Dæmdi dómarinn X til refsingar og til sviptingar skotvopnaleyfis og til greiðslu sektar í ríkissjóðs. Telja kunnugir að þarna séu komar fram þær dúfur sem Halldór Halldórsson frá Kópaskeri var að rækta í hesthúsi sínu og lifðu af hinar ítrekuðu skotárásir Agnars Vilhjálmssonar frá Hrolllaugsstöðum hérna um árið.
Þetta er að sjálfsögðu uppspuni frá rótum og einungis til gamans ritað og skora ég á einhverja ritfæra menn að skutla einhverjum skemmtilegum pistlum inn á síðuna.
Með kærri kveðju
Ölver
Sæl öll
Alltaf jafn gaman að lesa eitthvað eftir "Skáhöllu Skækju" sem ég tel nú alls ekki vera réttnefni enda manneskjan alls engin skækja. Já kannski það verði einhleypingum Þórshafnar til bjargar að fara saman í hópferð til Norðfjarðar. Það sjást hvort sem er engar rjúpur og þess vegna ekki eftir neinu að bíða. Þegar þessar hugleiðingar um paranir einhleypinga eru svo mikið á döfinni datt mér í hug að lauma inn einum brandara sem er yfir meðallagi fyndinn. Hann er eitthvað á þessa leið.
Bóndi nokkur á norðausturlandi, nánar tiltekið í Þistilfirði var loksins búinn að ná sér í konu, og enga smá skutlu 25 árum yngri en hann og eðlilega hafði bóndinn gríðarmikinn áhuga á líkamlegu samræði við þessa ungu konu sína. Einn var þó hængur á, alveg sama hvernig karlgreyið reið og reið þá fékk konan aldrei neitt út úr kynlífinu. Bónda þótti þetta óskaplega leiðinlegt og dreif sig yfir á næsta bæ til vinar síns Sigfinns sem var búfræðingur að mennt og kunni vel til sæðinga á kúm. Sigfinnur tók vini sínum vel og kvaðst kunna ráð sem hann hafði oft notað við sæðingar á kúm en það væri að sveifla handklæði fyrir framan hausinn á kúnni og við það myndi hún róast mjög og allt gengi miklu betur. Bóndi heldur nú heim á leið, léttstígur mjög og fullur tilhlökkunar að reyna þessa aðferð með ungu konunni sinni. Nú kemur kvöld og bóndinn færist allur í aukana, tekur til við ríðingarnar og sveifar handklæðinu í sífellu fyrir framan andlitið á ungu konunni en allt kemur fyrir ekki. Aftur heldur hann á fund Sigfinns búfræðings og segir farir sínar ekki sléttar. Þykir Sigfinni þetta óskaplega leiðinlegt allt saman og býður bónda að taka vinnumann sinn Pál að nafni með sér heim og láta hann sveifla handklæðinu og taldi Sigfinnur að þá myndi allt ganga upp. Nú kemur kvöld og bóndi tekur enn á ný til við ríðingarnar og Páll sem var talsvert yngri en bóndinn tekur til við að sveifla handklæðinu af miklum móð. Gengur þetta svona drjúga stund og allt kemur fyrir ekki, unga konan bara fær ekki fullnægingu. Kastar bóndi sér þá af baki og skipar Páli að taka við ríðingunum og tekur bóndi sjálfur við handklæðinu og byrjar að sveifla því af gríðarlegum krafti rétt fyrir framan andlitið á ungu konunni. Nú fara að gerast hlutir heldur mikilfenglegir, Páll ríður og ríður af miklum móð og unga konan fær eftir skamma stund hverja fullnæginguna af annari og gott ef hún fékk ekki raðfullnægingar inn á milli. Þegar síðasta fullnægingin var að klárast öskraði bóndinn rennsveittur og úrvinda: "ÞAÐ ER SVONA PÁLL, SEM Á AÐ SVEIFLA HANDKLÆÐINU, SVONA.
ekki má þó miskilja mig, ekki má halda að ég treysti ekki fyrrverandi sveitungum mínum til að sveifla handklæðinu sjálfir og hjálparlaust. Nei þeir fara létt með það og hafa sýnt það margir hverjir. Nú að alvarlegri málefnum. Nú er fyrir dómi mál skyttu frá Þórshöfn sem við köllum X gegn manni í Reykjavík sem við köllum B. Málavextir eru þeir að X seldi B rjúpur og sendi þær með flutningabíl til Reykjavíkur. Þegar B fór að skoða í kassann, kom í ljós að rjúpurnar voru talsvert öðruvísi en B hafði vanist. Voru rjúpur þessar smávaxnar mjög og í stað loðinna fóta voru lappirnar eldrauðar að lit og spírur mjóar. Leitaði dómurinn álits dr Bjarnfreðar Hallmundarsonar fuglafræðings(sem er pabbi Georgs Bjarnfreðarsonar vaktstjóra í Næturvaktinni) og taldi hann fullsannað að um hvítar dúfur væri að ræða. Dæmdi dómarinn X til refsingar og til sviptingar skotvopnaleyfis og til greiðslu sektar í ríkissjóðs. Telja kunnugir að þarna séu komar fram þær dúfur sem Halldór Halldórsson frá Kópaskeri var að rækta í hesthúsi sínu og lifðu af hinar ítrekuðu skotárásir Agnars Vilhjálmssonar frá Hrolllaugsstöðum hérna um árið.
Þetta er að sjálfsögðu uppspuni frá rótum og einungis til gamans ritað og skora ég á einhverja ritfæra menn að skutla einhverjum skemmtilegum pistlum inn á síðuna.
Með kærri kveðju
Ölver