Fara í efni

Ölver Arnarsson

15. nóv 2007.Sóley mín, ert þú ekki læs mín kæra?  Í inngangi pistilsins lagði ég það í hendur vefstjóra hvort þetta ætti erindi inn á síðuna og greinilega hefur hann metið það sem svo enda er ve15. nóv 2007.
Sóley mín, ert þú ekki læs mín kæra?  Í inngangi pistilsins lagði ég það í hendur vefstjóra hvort þetta ætti erindi inn á síðuna og greinilega hefur hann metið það sem svo enda er vefstjórinn mikill húmoristi og gleðimaður.  Og þú sem frammámanneskja og einn af burðarásunum í Þórshafnarhreppi hinum forna ættir nú ekki að vera í vandræðum með að tala við vefstjórann um ritskoðanir á síðunni.
 Í annan stað var talað um"mjög óvísindalegan og jafnvel rangan útreikning" á einhleypingum á Þórshöfn og í þriðja lagi auðvitað myndi maður auðvitað hvergi annarstaðar vilja búa en á Þórshöfn.  Mig bara langar svo lítið að vinna við kúfiskfæriband, vera á togara  eða vinna á elliheimili. Vitandi þetta hef ég enga kosti aðra en að búa bara áfram í Kópavoginum. Að lokum verð ég að segja það að ef ekki væri fyrir þessi skrif mín og þeirra  meðskrifara minna sem ennþá hafa einhvern vott af kímnigáfu, þá væri þessi gestabók óskaplega dauf og  sennilega önnur leiðinlegasta gestabókin í Evrópu, næst á eftir gestabókinni í sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiðinni sem er án efa sú allra leiðinlegasta.  En að þessu sögðu mun ég að sjálfsögðu ekki kvelja fleiri lesendur með skrifum mínum og kasta boltanum til heimamanna og vænti því þess að þeir skrifi eitthvað skemmtilegra en "  Kíkti hérna inn og langaði bara að kvitta, kveðja Þórshafnarbúi".   Lesandi góður þegar komnar verða 200 svona færslur eða þaðan af leiðinlegri þá tel ég að heimsóknum inn á síðuna og inn á gestabókina muni eðlilega fækka verulega.
 
Með vinsemd og virðingu.
 
Ölver Arnarsson frá Þórshöfn