Opið fyrir heimsóknir á Naust á ný
23.02.2022
Fréttir
Í dag verður aftur opnað fyrir heimsóknir á Dvalarheimilið Naust. Faraldurinn er vonandi að láta undan en áfram förum við varlega. Gestir eru beðnir um að gæta að eftirfarandi varúðarreglum:
1. Notum grímur ef nálægð er minni en 1 meter
2. Gestir geta komið inn um aðalinngang vegna snjóalaga við dyr íbúa en dvelja síðan í herbergi íbúa.
3. Sem fyrr biðjum við gesti að halda sig heima ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum sem gætu bent til smithættu.
Athugið að reglur geta breyst með stuttum fyrirvara.