Opið hús á Nausti
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust opnar húsið fyrir öllum íbúum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, 60 ára og eldri, með veglegri og fjölbreyttri dagskrán fram á vor.
Á morgun, þriðjudaginn 7. febrúar, kl. 12.30, verður boðið til hádegisverðar á Nausti og þriðjudaginn 14. febrúar kl. 12.30 verður á boðstólnum þorramatur í boði þorrablótsnefndar.
Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00 verður þorraskemmtun á Nausti. Á dagskránni verða m.a. skemmtiatriði frá þorrablótsnefnd.
Föstudaginn 2. mars, frá kl. 14-16, mun Anna Rún Kristjánsdóttir, íþróttafræðingur kíkja í heimsókn á Naust og flytja ýmsan fróðleik og slá á létta strengi.
Föstudaginn 13. apríl, frá kl. 14-16, verður sagnastund á Nausti með tónlist og söng.
Föstudaginn 4. maí, frá kl. 14-16, verður "Vorvaka" á Nausti, með fjölbreyttri dagskrá.
Allir íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps sem eru 60 ára og eldri eru boðnir velkomnir í "Opið hús" á Nausti.
Nánari upplýsingar hjá Kristínu hjúkrunarforstjóra á Nausti í síma 468-1322.