Opið hús í grunnskólanum
16.02.2012
Fundur
Opið hús verður í Grunnskólanum á Þórshöfn í dag fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 17:00. Foreldrum og öðrum góðum gestum er boðið að koma í skólann og skoða afrakstur þemadaga og þiggja kaffi og þjóðlegt
Opið hús verður í Grunnskólanum á Þórshöfn í dag fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 17:00. Foreldrum og öðrum góðum gestum er boðið að koma í skólann og skoða afrakstur þemadaga og þiggja kaffi og þjóðlegt bakkelsi.
Þemadagarnir sem haldnir voru á þriðjudag og miðvikudag voru að þessu sinni helgaðir gamla tímanum. Nemendur fengu t.d. að kynnast ullarvinnu, gamalli matargerð, þjóðdönsum og gömlum leikjum. En sjón er sögu ríkari.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn