Fara í efni

Opinn fundur um forvarnarmál

Fréttir
Miðvikudaginn 28. október verður efnt til íbúafundar um forvarnarmál í Langanesbyggð í félagsheimilinu kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn en þess vænst að hann sæki allir þeir sem láta sig forvarnarmál og velferð barna og unglinga varða.

Miðvikudaginn 28. október verður efnt til íbúafundar um forvarnarmál í Langanesbyggð í félagsheimilinu kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn en þess vænst að hann sæki allir þeir sem láta sig forvarnarmál og velferð barna og unglinga varða.

Fundinum stýra Ingvar Sigurgeirsson prófessor við HÍ og Jakob frímann Þorsteinsson aðjúnkt við HÍ en þeir hafa tekið að sér að leiða mótun forvarnarstefnu fyrir Langanesbyggð. Á fundinum verða umræður í hópum um eftirfarandi spurningar:

• Hvað er vitað um lífshætti barna og ungmenna, áhættuhegðun, neysluvenjur og annað sem forvörnum tengist? Hver er staðan?
• Hvað er gert í forvarnarmálum í byggðinni og hvert er mat fólks á því hvernig til hefur tekist?
• Hvaða mál eru mest aðkallandi varðandi forvarnir?
• Á hvað vilja íbúar, foreldrar, félagasamtök eða aðrir þeir aðilar sem láta sig velferð barna og ungmenna varða, leggja megináherslu í þessum málaflokki?

Í von um að sem flestir leggi þessu mikilvæga máli lið!