Stefnumótunarfundi - frestað
03.04.2017
Fréttir
Áður auglýstum stefnumótundarfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, sem átti að vera í kvöld, þriðjudaginn 4. apríl er frestað vegna veikinda stjórnanda. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
Opinn stefnumótunarfundur
Þessa dagana er stefna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga til endurskoðunar en mikil breyting hefur orðið á starfseminni sl. 10 ár.
Í stefnunni er fjallað um hlutverk, markmið, leiðir og sérhæfingu innan stofnunarinnar. Stofnunin skiptist í margar deildir: héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn, myndlistarsafn og byggðasöfn.
Fundurinn hefst á kynningu á starfsemi stofnunarinnar.
Menningarmiðstöðin er sameign Þingeyinga og er almenningi nú boðið að taka þátt í stefnumótunarvinnunni. Fundurinn er kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að hafa áhrif á menningarstarf í heimabyggð.
Fundurinn er öllum opinn, heitt á könnunni.