Fara í efni

Opinn vinnufundur vegna sóknaráætlunar Eyþings

Fundur
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til vinnufundar vegna gerðar sóknaraætlunar Eyþings þriðjudaginn 15. janúar kl. 16:00 í Skúlagarði í Kelduhverfi. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 19:

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til vinnufundar vegna gerðar sóknaraætlunar Eyþings þriðjudaginn 15. janúar kl. 16:00 í Skúlagarði í Kelduhverfi. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 19:00.
Fundurinn tekur til starfssvæðis Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og er viðfangsefni hans  greining vandamála og framsetning hugmynda til lausna á þremur málefnasviðum sem skilgreind hafa verið:
 Atvinnumál og nýsköpun
 Mennta- og menningarmál (hið formlega skólakerfi undanskilið)
 Markaðsmál (ferðaþjónustu og eftir atvikum almennt)

Heitt á könnunni og léttur kvöldverður (súpa og brauð) í boði í fundarlok.