Fara í efni

Opnun Norðurstrandarleiðar

Fréttir

 

Formleg opnum Norðurstrandarleiðar, 900 km langrar gönguleiðar frá Bakkafirði að Borðeyri, verður við afleggjarann að Bakkafirði laugardaginn 8. júní kl. 10. Strax á eftir opnunina verður boðið upp á skoðunarferð og léttar staðbundnar veitingar á Bakkafirði í boði heimamanna og nýr gististaður verður opinn gestum og gangandi til skoðunar. Einnig verður lesið upp úr ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk og Arnar Arnarssonar tveggja hinna tveggja þekktu ljóðskálda sem fæddir eru við Bakkaflóan.

Þegar ferðast er um Norðurstrandarleið, er farið úr alfaraleið og þannig má kynnast minna þekktum stöðum Norðurlands – til verða ný ævintýri á hinni 900 kílómetra löngu leið ekki fjarri Norðurheimskautsbaugnum.

Á leiðinni eru sex skagar og nes, gullfallegar sandfjörur og ægilegir klettar, jökulsárgljúfur, mikilfenglegir firðir og fjallstindar sem teygja sig hátt til himins. Jafnvel er hægt að fara út í eyjarnar og yfir heimskautsbauginn sjálfan. Hver lítill bær, hvert lítið þorp, hefur sína sögu að segja um það hvernig lífið hefur verið – og er – svo nálægt norðurheimskautsbaugnum

Nánari upplýsingar um gönguleiðina og hið fjölmarga og áhugaverða sem hægt er að skoða á leiðinni má sjá hér.