Öskudagsball 2009!
02.03.2009
Fundur
Foreldrafélög Leikskólans og Grunnskólans ásamt menningar- og æskulýðsfulltrúa Langanesbyggðar stóðu fyrir myndarlegri öskudagsskemmtun! Kettir voru slegnir úr tunnum og tunnukóngar krýndir. Það voru
Foreldrafélög Leikskólans og Grunnskólans ásamt menningar- og æskulýðsfulltrúa Langanesbyggðar stóðu fyrir myndarlegri öskudagsskemmtun! Kettir voru slegnir úr tunnum og tunnukóngar krýndir. Það voru þeir Óðinn Guðmundsson og Jón Kristófer Vignisson sem hrepptu titlana í ár.
Eftir að allir höfðu krækt sér í nammi úr tunnunum hófst ballið og dönsuðu ýmsar furðuverur langt fram eftir degi!
Nemendur í 7. bekk og aðstandendur þeirra seldu kaffi og vöfflur og fer ágóðinn af sölunni í þeirra bekkjarsjóð. Guðjón Gamalíelsson var fenginn til að taka myndir fyrir foreldrafélögin og má sjá þessar myndir hér.
HS