Óveruleg breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007 - 2027 - Námur
12.05.2020
Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2020 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitafélagsins. Breytingin felur í sér aukna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og Miðfirði 2 vegna framkvæmda við endurbyggingu Norðausturvegar um Finnafjörð og Bakkafjörð.
Breytingin er talin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða mikil áhrif á nærliggjandi byggð og umhverfi.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn.
13. maí 2020
Sveitarstjóri Langanesbyggðar