Páll gefur út nýjar vísnagátur
Páll Jónasson í Hlíð á Langanesi hefur nú gefið út þriðju vísnabók sína sem ber heitið 130 Vísnagátur. Áður hefur hann gefið út bækurnar Hananú - 150 fuglalimrur, og Vísnagátur. Gáturnar í bókinni eru eilítið þyngri en í þeirri síðustu og segist Páll vonast til að hægt sé að nota hana í gangfræðiskólum enda séu mörg af þessum orðum að týnast úr íslensku máli, allavega margþætt merking þeirra. Páll er sjálfur með bókina í sölu en mun einnig vera með sölubás á Jólamarkaðinum á Þórshöfn 10. nóvember. Til gamans er hér tvær skemmtilegar gátur úr bókinni
Ég er alveg hissa hreint
hundinum það tengist beint
misvel endist mönnum hjá
og margir þennan skratta fá
Það var mikil þröng í denn
þolir höggin mörg í senn
Á þorrablóti er etin enn
oft það gera reiðir menn