Persónuleg rými
05.03.2012
Fundur
"Á hverjum degi upplifum við líkama okkar í mismunandi rýmum án þess að hugsa mikið út í þær almennu reglur sem gilda í hverju rými fyrir sig. Persónulega hafði ég ekki hugsað mikið um það fyrr en ég
"Á hverjum degi upplifum við líkama okkar í mismunandi rýmum án þess að hugsa mikið út í þær almennu reglur sem gilda í hverju rými fyrir sig. Persónulega hafði ég ekki hugsað mikið um það fyrr en ég las um þetta innan kynjafræðinnar, t.d. að hið almenna rými og hið persónulega eru algjörlega sitthvor hluturinn, ef hlut má kalla.
Hér ætla ég að deila með ykkur nokkrum hugleiðingum hvað varðar þessi rými og þá sérstaklega hvernig við komum fram við mismunandi líkama, t.d. óléttan líkama í þessu samhengi."
Svona hljóðar upphafið á grein vikunnar á vef Jafnréttisstofu, jafnretti.is. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema fyrir það að greinin er eftir okkar ágætu Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur og er holl lesning fyrir bæði konur og karla.