Fara í efni

Ræktun á bláskel hafin á Tálknafirði

Fundur
Frétt frá 21. nóvember 2007 | 15:46 Í gær var hafin vinna við stærðarflokkun og sokkun á eins árs gamla bláskel í Tálknafirði. Sokkun er það kallað þegar skelin er sett í netsokka og þannig er trFrétt frá 21. nóvember 2007 | 15:46

 Í gær var hafin vinna við stærðarflokkun og sokkun á eins árs gamla bláskel í Tálknafirði. Sokkun er það kallað þegar skelin er sett í netsokka og þannig er tryggt að skelin detti ekki af línum og þessi aðferð bætir einnig vöxtinn. Sokkuð skel verður komið fyrir á línum utarlega í Tálknafirði, en í tilraunaskyni verður einnig skel flutt í Arnafjörð og Patreksfjörð. Eftir sokkun er skelin ræktuð í eitt ár í viðbót áður en hún nær markaðsstærð. Samtals var sokkað 350 kg af skel og er áætlað að það geti skilað 2 tonnum af markaðsvöru lok sumars 2008. 

.

Fyrirtækið Skelfiskur ehf stendur fyrir þessu þróunarstarfi. Fyrirtækið var stofnað á þessu ári og eru hluthafar einstaklingar búsettir á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði, auk fyrirtækisins Þórodds ehf, sem hóf tilraunir með ræktun á bláskel í Tálknafirði 2006.

Kveðjur/regards
Siggeir Stefánsson