Fara í efni

RARIK fær viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis í Langanesbyggð

Fréttir
Myndin er frá afhendingu viðurkenningarskjals fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis í Langanesbyggð. Þa…
Myndin er frá afhendingu viðurkenningarskjals fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis í Langanesbyggð. Það var Hildur Stefánsdóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar sem afhenti Tryggva Sigfússyni starfsmanni RAKIR viðurkenningarskjalið við starfsstöð fyrirtækisins á Þórshöfn.

Skipulags- og umhverfisnefnd veitir sitt hvert árið viðurkenningu fyrir snyrtilegustu íbúðalóðina, snyrtilegustu fyrirtækjalóðina og snyrtilegasta býlið í Langanesbyggð. Fyrir árið 2024 var valin snyrtilegasta lóð fyrirtækis og íbúum gefið tækifæri til að tilnefna fyrirtæki. Lóð RARIK á Þórshöfn varð fyrir valinu að þessu sinni. 

Viðurkenningingarskjal var afhent starfsmönnum RARIK í dag. Næsta ár, 2025 verður leitað eftir tilnefningu fyrir snyrtilegasta býlið í Langanesbyggð.