Fara í efni

Refaveiði - Grenjavinnsla

Fréttir

Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum/veiðimanni til að sjá um grenjavinnslu á öllum svæðum í Langanesbyggð (1-12)

Umsækjendur skulu framvísa gildu byssuleyfi og veiðileyfi, ásamt greinargerð um reynslu á grenjaveiðum og staðarþekkingu. Taka skal skýrt fram til hvaða svæða umsóknin er og eins ef um fleiri en eitt svæði er að ræða.

Skipting veiðisvæða í Langanesbyggð er eftirfarandi
Svæð1: Frá Fonti að Brimnesá.
Svæði 2: Utan Brekknaheiði og út fyrir Heiðarfjall að Brimnesá.
Svæði 3: Innan jarðanna Fells, Gunnólfsvíkur og Fellsheiði
Svæði 4: Brekknaheiði
Svæði 5: Tunguselsheiði, sem afmarkast af Hafralónsá að Kverká, að Brekknaheiði.
Svæði 6: Langanesströnd, frá Finnafjarðará í norðri að hreppamörkum á Sandvíkurheiði að undanskilinni Viðvík.
Svæði 7: Viðvík
Svæði 8: Dals- og Hvammsheiði
Svæði 9: Álandstunga
Svæði 10: Búrfellsheiði og Ásar
Svæði 11: Garðsheiði
Svæði 12: Seljaheiði, Afréttur og Súlur

Langanesbyggð áskilur sér rétt til að vega og meta hæfi veiðimanna til að ráða veiðimann fyrir hvert svæði.

Gerðir eru samningar til 3 ára í senn og greitt er samkvæmt reglum Langanesbyggðar um refa- og minkaveiðar.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið almarm@langanesbyggd.is, eða á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn. Frestur til umsókna er til 28. mars 2025

Nánari upplýsingar veitir Eggert Stefánsson formaður landbúnaðarnefndar í síma 863-5199 eða Almar Marinósson, umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar í síma 468-1220/868-9670.