Rekstur gistiheimilis og verslunar á Bakkafirði
Lýst er eftir áhugasömum einstaklingum eða rekstraraðilum til að taka að sér rekstur gistiheimilis á Bakkafirði og nærliggjandi veitingastaðar/verslunar á staðnum og tjaldsvæðis. Einnig kemur til greina aðkoma að öðrum uppbyggingarverkefnum á svæðinu.
Á Bakkafirði er nýuppgert húsnæði fyrir gistiheimili og góða aðstöðu til reksturs á veitinga- og samkomustað. Á svæðinu eru fjölbreyttar gönguleiðir og tækifærum til útivistar. Unnið er að uppbyggingu aðstöðu í þorpinu fyrir ferðamenn og annarrar atvinnustarfsemi. Bakkafjörður er annar tveggja upphafsstaða eða endapunkta hinnar 900 km löngu Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) sem liggur um strandsvæði Norðurlands, milli Bakkafjarðar.
Á Bakkafirði er enn fremur vaxandi atvinnuuppbygging og miklir möguleikar fyrir áhugasama einstaklinga til uppbyggingar og þróunar ferðaþjónustu á svæðinu.
Óskað er eftir áhugasömum einstaklingum eða aðilum sem tilbúnir eru að byggja upp og þróa ferðamannaðstöðu á staðnum í samvinnu við sveitarfélagið og aðra aðila.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 468-1220. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is
Áhugasamir sendi inn umsókn ásamt ferilskrá á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is fyrir 5. janúar 2021.