Fara í efni

Sælt veri fólkið

 Gaman að sjá að gestabókin er lifnuð við aftur eftir smá dvala. Ég verð að taka undir lofsönginn um Langanes með hinum brottfluttu. Skrapp "heim" um daginn til að smala í nokkra daga og var

 Gaman að sjá að gestabókin er lifnuð við aftur eftir smá dvala. Ég verð að taka undir lofsönginn um Langanes með hinum brottfluttu. Skrapp "heim" um daginn til að smala í nokkra daga og var það mjög upplífgandi að vanda. Allur vetrarkvíði fauk út í veður og vind í hressandi storminum sem gjarnan leikur um Langanes og sá drungi sem sat fastast skolaðist burt í skemmtilegri hellidembu í Fagranesi. Ég kom því hress og endurnærð aftur hingað til Norðfjarðar, búin að endurnýja þúfnagöngulagið mitt og slétta úr hrukkunum í stormmeðferðinni. Þetta er svo sannarlega himnaríki á jörð, gott að koma aðeins upp úr fjarðaskorunni, viðra sig í víðáttunni og sjá kvöldsólina fyrir norðan. Annars er auðvitað allsstaðar gott að vera með góðu fólki. Hitti reyndar ekki nóg af því fyrir norðan, annaðhvort er að teygjast úr nesinu eða ég að eldast, því ég var svo örmagna á kvöldin að göngum loknum að ég náði ekki að hitta neina aðra en Sauðanesfólkið, nokkra gangnamenn, Tóta, Svölu og Sóleyjux2. Gengur vonandi betur með það næst. Bið að heilsa í bili, sé kannski einhverja ef ég kemst í 140 ára afmælið um helgina:)

Kær kveðja
Þórhalla frá Sauðanesi