Fara í efni

SAFT fræðslufundur á Þórshöfn í dag

Fréttir
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni - er vakningarátak um örugga tækninotkun (tölvur, símar o.s.frv.) barna og unglinga á Íslandi. Samtökin koma í grunnskólann í dag og fræða nemendur um örugga notkun þessarra flottu og fjölbreytilegu tækja.

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni - er vakningarátak um örugga tækninotkun (tölvur, símar o.s.frv.)  barna og unglinga á Íslandi. Samtökin koma í grunnskólann í dag og fræða nemendur um örugga notkun þessarra flottu og fjölbreytilegu tækja. Allir nemendur miðstigs og unglingastigs fá þessa fræðslu í skólanum í dag. Síðan verður fundur fyrir foreldra í Þórsveri kl. 17:00 í dag. Við hvetjum alla foreldra til að koma á fundinn og láta sig þessi mikilvægu mál varða!