Fara í efni

Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19

Fréttir

1. Grímuskylda, samkomutakmarkanir o.s.frv.:
Sömu reglur og gilda um þá sem ekki hafa fengið COVID-19

2. Bólusetningar:
Mælt með bólusetningu gegn COVID-19: Já, fyrir 12 ára og eldri - þó ekki fyrr en 3 mánuðum eftir staðfest smit til að bólusetning veiti sem besta langtímavörn.
Ráðleggingar varðandi örvunarskammt:
COVID-19 smit og bólusett eftir veikindi: Já, 6 mánuðum eftir grunnbólusetningu.
Fullbólusett fyrir COVID-19 smit: Já, 6 mánuðum eftir COVID-19 smit.
Ath! 70 ára og eldri eða ónæmisbældir einstaklingar 12─69 ára: Mælt með örvunarskammti eftir 3 mán. frekar en 6 mán.

3. Ferðalög:
Ath! ferðamaður þarf að hafa vottorð um staðfesta fyrri sýkingu (jákvætt PCR) eða mótefnamælingu til að eftirfarandi eigi við. Ef hraðgreiningarpróf var notað til að greina COVID-19 smit (erlendis) ræður bólusetningarstaða ein aðgerðum á landamærum Opnast í nýjum glugga.

Ef með mótefnavottorð eða > 180 dagar eru frá staðfestri sýkingu (jákvæðu PCR) við upphaf ferðar:
Ferðamenn án tengsla við Ísland: Vottorð um neikvætt COVID-19-próf gert af fagaðila innan 72 klst. fyrir upphaf ferðar til Íslands: Nauðsynlegt.
Ferðamenn með tengsl við Ísland: Sýnataka innan tveggja daga frá komu: Nauðsynleg.
14─180 dagar frá greiningu COVID-19 smits staðfest með PCR:
Ferðamenn án tengsla við Ísland: Vottorð um neikvætt COVID-19-próf innan 72 klst. fyrir upphaf ferðar til Íslands ekki nauðsynlegt.
Ferðamenn með tengsl við Ísland: Sýnataka innan tveggja daga frá komu ekki nauðsynleg.
Sjá sérstakar reglur um ferðamenn frá ákveðnum hááhættusvæðum Opnast í nýjum glugga.

4. Þörf fyrir sýnatöku ef einkenni koma fram sem líkjast COVID-19: Já, PCR.

5. Þörf fyrir sóttkví eftir útsetningu skv. rakningu:
>6 mán. frá fyrra smiti: Já

6. Þörf fyrir einangrun ef endursmit að mati COVID göngudeildar: Já