Samfélag fyrir alla - 1 maí
Fimmtudaginn 1 .maí n.k. ætla UMFL og Verkalýðsfélag Þórshafnar að halda upp á daginn með
ykkur.
Við hvetjum alla til að byrja daginn með smá hreyfingu og taka þátt í hinu árlega UMFL Langaneshlaupi/skokki. Þargeta ALLIR
verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjóla. Mældar verða vegalengdirnar 3km, 5km, 7km, 10km, 15km og
hálft maraþon eða 21,2km. Ræst verður kl.10 í 15km og 21.2km hlaup og kl. 10:30 fyrir alla hina.
Verkalýðsfélag Þórshafnar býður svo frítt í Íþróttamiðstöðina frá kl. 11-14 og súpu og brauð í hádeginu. Því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á hreyfingu, skella sér í sund og fá sér svo súpu og brauð á eftir
Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnir hvort sem það er bara í hreyfinguna, sundið eða súpuna og brauðið
Baráttukveðjur
Stjórn UMFL og stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar.