Fara í efni

Samfélagsfulltrúi á Bakkafirði

Fréttir

VIÐ LEITUM AÐ
ÞÉR

Samfélagsfulltrúi
á Bakkafirði
Langanesbyggð
100% starfshlutfall

Hvað bíður þín?
Dreymir þig um starf sem er mótað að þínum eigin styrkleikum? Viltu taka þátt í að þróa sterkt og blómstrandi samfélag í kringum þig? Þá er þetta spennandi tækifæri í samfélagsþróun á einstökum stað, þar sem allar hugmyndir, stórar og smáar, eru þess virði að vera íhugaðar.

Við leitum að skapandi og framtaksmiklum einstaklingi til að vinna að verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið á Bakkafirði. Starfið felur í sér ákveðið frelsi til að nýta eigin hugmyndir og færni í mótun framtíðarinnar. Boðið er upp á hvetjandi vinnuumhverfi þar sem þú færð stuðning í verkefnum þínum og getur vaxið og þróast sem einstaklingur.
Samfélagsfulltrúi vinnur í samráði við verkefnastjóra „Kistunnar – þekking og þróun“ á Þórshöfn og er tengiliður Langanesbyggðar, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Safnahússins á Húsavík.
Aðsetur er í skemmtilegum nýjum samvinnurýmum á Bakkafirði.

Ert þú manneskjan sem við erum að leita?
Þú ert hugmyndarík/ur, frumleg/ur og tilbúin/n að hugsa út fyrir rammann. Þú vilt vaxa í starfi, ert góð/ur í mannlegum samskiptum og hefur áhuga á að þróa nýjar lausnir og verkefni? Þig langar að búa á einstökum stað í náttúrulegu umhverfi og vinna á fjölbreyttum vinnustað að ýmsum verkefnum sem þú mótar? Þá erum við að leita að þér - fjölhæfum starfskrafti sem getur tekið að sér ýmis verkefni sem tengjast þróun byggðarinnar á Bakkafirði !

Umsóknarfrestur er til 22. janúar.

Allar nánari upplýsingar gefur: Björn S. Lárusson sveitarstjóri Langanesbyggðar á tölvupóstfanginu bjorn@langanesbyggd.is og í síma 468 1220