Fara í efni

Samgönguráðstefna Norðurhjara

Fréttir
ábm. Halldóra Gunnarsdóttir
ábm. Halldóra Gunnarsdóttir
Ráðstefna Norðurhjara um samgöngur og ferðamál verður haldin þriðjudaginn 29. september nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi og hefst kl.13:00.

Ráðstefna Norðurhjara um samgöngur og ferðamál verður haldin þriðjudaginn 29. september nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi og hefst kl.13:00.

Samgöngur hafa mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnuvega. Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök leggja mikla áherslu á bættar samgöngur inn á starfssvæði samtakanna og innan þess, en svæðið er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.

Framsögu hafa Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri, Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar, auk fulltrúa ferðaþjónustuaðila innan Norðurhjara.

Ráðstefnan er öllum opin og eru ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarfólk og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.