Fara í efni

Samstarfsnefnd um sameiningu hvetur íbúa til að nýta kosningaréttinn

Fréttir

Laugardaginn 26. mars verður kosið um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Samstarfsnefnd um sameiningu hvetur íbúa til að tjá hug sinn í kosningunum og nýta kosningaréttinn. Ennremur að kynna sér það efni og upplýsingar sem settar hafa verið á heimasíðuna undir heitinu "Sameiningarviðræður 2022".  Þar er ýmis fróðleikur sem nefndin hefur viðað að sér og nefndin hvetur íbúa til að kynna sér. 

Kjörfundir verða sem hér segir:

Á Þórshöfn: Í Félagsheimilinu Þórsveri frá kl. 10 - 18
Á Bakkafirði: Í skólahúsnæðinu (skrifstofu bakatil) frá kl. 10 - 18
Í Svalbarðshreppi: Í Svalbarðsskóla frá kl. 10 - 18

Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hjá öllum sýslumannsembættum á landinu.
Talning hefst þegar kjörfundi lýkur.