Fara í efni

Samstarfsverkefni Leikskólans og Nausts haustið 2008.

Íþróttir
3. janúar 200811 krakkar á 5 ára aldri hafa heimsótt Naust fjórum sinnum í haust. Markmiðið er að stuðla að tengslamyndun milli barna og aldraðra, eiga notalega og uppbyggilega samverustund á báða bóg

3. janúar 2008
11 krakkar á 5 ára aldri hafa heimsótt Naust fjórum sinnum í haust.

Markmiðið er að stuðla að tengslamyndun milli barna og aldraðra, eiga notalega og uppbyggilega samverustund á báða bóga. Hafa það Gaman Saman!
Unnið er eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni en þar er meðal annars sagt frá því hvernig plöntur, dýr og börn færa gleði inn á hjúkrunarheimili og auka vellíðan íbúanna.
Lögð er áhersla á að hafa heimsóknirnar sem heimilislegastar, ekki settar upp sem skemmtanir, heldur að reyna að ná fram stemningu sem minnir á sambandið á milli afa, ömmu og barnabarnanna. Brúa kynslóðarbilið.

Í haust höfum við hreyft okkur saman, farið í leikfimi og kynnst hvort
öðru og sagt frá okkur sjálfum,
steikt saman vöfflur, lagt á borð, brotið servíettur ofl. Við föndruðum saman fyrir jólin, hlustuðum á jólasögu og enduðum
á að baka pipakökur og skreyta.

Myndir.

Linda E Pehrsson. iðjuþjálfi