Sauðanes ræktunarbú ársins
21.12.2012
Fundur
Á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyjinga voru veitt verðlaun og viðurkenningar m.a. fyrir ræktunarbú ársins. Að þessu sinni hlaut Sauðanes á Langanesi viðurkenninguna fyrir ræktunarbÁ haustfundi Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyjinga voru veitt verðlaun og viðurkenningar m.a. fyrir ræktunarbú ársins. Að þessu sinni hlaut Sauðanes á Langanesi viðurkenninguna fyrir ræktunarbú ársins. Á bænum Sauðanesi stundar hrossarækt Ágúst Marinó Ágústsson. Hrossaræktin byggir að hluta á gömlum merg en faðir hans Ágúst Guðröðarson hefur stundað hrossarækt á Sauðanesi í um 40 ár en Ágúst yngri hefur nú að mestu tekið við búskapnum. Einnig hafa verið keyptar hryssur á undanförnum árum sem teknar hafa verið inn í ræktunina. Á búinu fæðast 5-8 folöld árlega og hefur verið leitast við að fylgja þeim vel eftir í tamningum og á sýningum. Á þessu ári voru sýndar tvær hryssur í fullnaðardóm báðar 5 vetra gamlar og var meðaleinkunn þeirra 8,12.
Er þeim feðgum á Sauðanesi óskað hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur
Er þeim feðgum á Sauðanesi óskað hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur