Sauðaneshús opnað í dag
02.08.2009
Íþróttir
Fyrsti dagur sumaropnunar Sauðaneshússins á Langanesi var í dag, 10. júní. Ilmandi pönnukökulykt og kaffiilmur tóku á móti gestum sem heimsóttu þetta gamla og söguríka hús í dag. Ákveðið var að opna fFyrsti dagur sumaropnunar Sauðaneshússins á Langanesi var í dag, 10. júní. Ilmandi pönnukökulykt og kaffiilmur tóku á móti gestum sem heimsóttu þetta gamla og söguríka hús í dag. Ákveðið var að opna fyrr í vor og hafa opið lengur síðsumars en áður í þeirri von að ferðamannatíminn sé að lengjast
Kirkjustaðurinn Sauðanes er á Langanesi 7 km norðan við Þórshöfn. Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 úr höggnum grásteini en endurbygging þess stóð frá 1991 til 2003. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðnum. Gamla húsinu hefur verið komið í upprunalegt horf og er þar til húsa minjasýning, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn auk veitingasölu með þjóðlegum veitingum. Til sýnis eru munir frá Langanesi og nágrenni, smíðaverkfæri, veiðarfæri, húsmunir og ritverk svo fátt eitt sé nefnt.
Sauðaneshús verður opið frá 11:00 - 17:00 alla daga út ágúst. Það er upplagt að skreppa þangað í kaffi og pönnukökur og rifja upp eða fræðast um gamlar sögur, sagnir og muni af Langanesinu.
Kirkjustaðurinn Sauðanes er á Langanesi 7 km norðan við Þórshöfn. Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 úr höggnum grásteini en endurbygging þess stóð frá 1991 til 2003. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðnum. Gamla húsinu hefur verið komið í upprunalegt horf og er þar til húsa minjasýning, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn auk veitingasölu með þjóðlegum veitingum. Til sýnis eru munir frá Langanesi og nágrenni, smíðaverkfæri, veiðarfæri, húsmunir og ritverk svo fátt eitt sé nefnt.
Sauðaneshús verður opið frá 11:00 - 17:00 alla daga út ágúst. Það er upplagt að skreppa þangað í kaffi og pönnukökur og rifja upp eða fræðast um gamlar sögur, sagnir og muni af Langanesinu.