Fara í efni

Síðasti vatnsberinn

Fundur
23. júlí  2008Minnismerki um síðasta vatnsberann á Þórshöfn, reyndar líklega þann síðasta á landinu, var afhjúpað á Þórshafnarhátíðinni Kátum dögum í lystigarði bæjarins.Minismerkið gerði listama

23. júlí  2008

Minnismerki um síðasta vatnsberann á Þórshöfn, reyndar líklega þann síðasta á landinu, var afhjúpað á Þórshafnarhátíðinni Kátum dögum í lystigarði bæjarins.

Minismerkið gerði listamaðurinn Jóhann Ingimarsson, Nói,  og flutti af því tilefni ágrip af lífshlaupi þessa síðasta vatnsbera, sem ýmist var kallaður Valdi Fúsa eða Valdi vatnsberi en hét fullu nafni Guðvaldur Jón Sigfússon.  Valdi  fór ótroðnar slóðir á sinni lífsgöngu sem var ekki blómum stráð og greindi Nói á einlægan hátt frá þessum sérstæða persónuleika og kynnum við hann.

Vatnsveita kom ekki á Þórshöfn fyrr en haustið 1945 og ári seinna var búið að tengja flest hús í kauptúninu við veitukerfið. Fram að þeim tíma bar Valdi vatnið syngjandi í húsin og sótti það í brunn hreppsins, sem var mikil steinþró, hvaðan vatni var dælt með sogdælu.

Gerð minnismerkisins er kostuð af Langanesbyggð auk þess að vera styrkt af Menningarráði Eyþings.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, kynnti listamanninn og tildrög að gerð verksins og meðan hann hélt tölu sína, þá kom skyndilega hellidemba úr lofti og varð honum að orði að Almættið hefði við þetta tækifæri aðstoðað Valda vatnsbera við að fylla vatnsföturnar á minnismerkinu en að athöfninni lokinni stytti upp.

Fleiri myndir