Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga
Verður til viðtals á skrifstofu Langanesbyggðar mánudaginn 12. janúar frá 9:00-12:00 og 14:00-16:00 . GEBRIS verkefnið sem Sif stýrir snýst um þróun ferðaþjónustu og samstarf ferðaþjónustuaðila á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði. Allir þeir sem hafa hugmyndir sem lúta að atvinnuþróun hvers konar hvattir til að panta viðtal eða líta inn á skrifstofuna.
Minni á að umsóknarfrestur um styrki Ferðamálastofu til úrbóta á ferðamannastöðum rennur út 31. janúar.
Sjá: http://ferdamalastofa.is/displayer.asp?cat_id=632&module_id=220&element_id=4519
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir sem hægt er að skoða í tengslum við þessa styrki endilega lítið inn.
Hægt er að panta viðtal, í síma 464 0417, 848 3596 eða í tölvupósti sif@atthing.is. En svo er líka velkomið að líta við í óformlegt spjall.