Fara í efni

Sigríður Klara er smákökumeistari 2014

Fréttir
Á laugardaginn var Jólamarkaðurinn á Þórshöfn haldinn í fimmta skiptið. Að venju var fjöldi verslana sem komu að og eru þar Húsvíkingarnir fastagestir. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir gestir koma úr nærliggjandi byggðarlögum enda er þessi markaður búinn að skapa sér sérstöðu og festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Kaffihús foreldrafélagsins var vel sótt að venju og er þetta þeirra aðalsöfnun á árinu. Þá var einnig fjöldi vinninga dreginn út í happdrætti 8. bekkjar sem er fastur liður á markaðinum. Í ár var sú nýjung að efna til smákökusamkeppni og fór þátttakan fram úr björtustu vonum með nærri 20 tegundir af smákökum. Dómnefndin sat að hlaðborði veitinga en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Sigríður Klara Sigfúsdóttir hreppti aðalverðlaunin

Á laugardaginn var Jólamarkaðurinn á Þórshöfn haldinn í fimmta skiptið. Að venju var fjöldi verslana sem komu að og eru þar Húsvíkingarnir fastagestir. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir gestir koma úr nærliggjandi byggðarlögum enda er þessi markaður búinn að skapa sér sérstöðu og festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Kaffihús foreldrafélagsins var vel sótt að venju og er þetta þeirra aðalsöfnun á árinu. Þá var einnig fjöldi vinninga dreginn út í happdrætti 8. bekkjar sem er fastur liður á markaðinum. Í ár var sú nýjung að efna til smákökusamkeppni og fór þátttakan fram úr björtustu vonum með 15 þátttakendur með 26 tegundir af smákökum. Dómnefndin sat að hlaðborði veitinga en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Sigríður Klara Sigfúsdóttir hreppti aðalverðlaunin fyrir kókostoppa með smá breyttu sniði, Elfa Benediktsdóttir og Hlynur Andri voru í öðru sæti og Hildur Stefánsdóttir í því þriðja. Stig voru gefin fyrir bragð, áferð og útlit, auk þess sem aukastig voru fyrir frumleika. Þá var einnig óvænt uppákoma þegar nokkrir hænuungar frá Nausti heimsóttu samkomuna, börnunum til mikillar gleði og voru þeir boðnir til sölu. Skemmtilegur dagur og vonandi að íbúar hafi notið þess að gera sér glaðan dag. /GBJ

Fleiri myndir á : https://www.facebook.com/Jolamarkadur2011