Sigurður VE 15 með sinn fyrsta loðnufarm
13.01.2015
Fréttir
Nýja Ísfélagsskipið Sigurður VE 15 kom til Þórshafnar í morgun með sinn fyrsta loðnufarm í frystingu og bræðslu.
Sigurður VE kom með 1100 tonn af loðnu til Þórshafnar í morgun, þar af fara um 350 tonn í vinnslu og er þetta fyrsti loðnufarmur Sigurðar VE 15.
Heimaey er úti á miðunum og var komin með 700 tonn í morgun að sögn Rafns verksmiðjustjóra og á hann von á að hún komi í framhaldinu eða þegar versnar veðrið. /HS