Sjúkraflutningamönnum á Þórshöfn sagt upp
01.04.2009
Fundur
1. apríl 2009Í desember var sjúkraflutningamönnum á Þórshöfn tilkynnt um sparnaðaraðgerðir hjá Heildbrigðisstofnun Þingeyinga. Aðgerðirnar fela í sér að greiða einungis einum manni fyrir að vera
1. apríl 2009
Í desember var sjúkraflutningamönnum á Þórshöfn tilkynnt um sparnaðaraðgerðir hjá Heildbrigðisstofnun Þingeyinga. Aðgerðirnar fela í sér að greiða einungis einum manni fyrir að vera á vakt í stað tveimur. Jafnframt kom fram að ætlast er til að hægt sé að ná í mann númer tvö hvenær sem er, til að hægt sé að hafa tvo sjúkraflutnigamenn á bíl í útkalli. Þetta sættu menn sig ekki við og lýstu því yfir skriflega þann 7. janúar að þeir litu á þetta sem ófæra leið og uppsögn.
Uppsagnirnar tóku gildi í dag og þar sem HÞ hefur ekkert aðhafst í málinu þá eru engir sjúkraflutningamenn á Þórshöfn.
Frétt af http://www.lsos.is