Fara í efni

Skapandi sumarstörf í Langanesbyggð

Fréttir

Verkefnið Skapandi sumarstörf í Langanesbyggð auglýsir eftir 2-3 hæfileikaríkum einstaklingum á aldrinum 16-24 ára sem langar að vinna að sínum eigin listrænum verkefnum. Starfið er hugsað fyrir skapandi einstaklinga sem vilja vinna að list og listsköpun.
Með því gefst ungu fólki tækifæri að vinna að skapandi verkefnum að sínu eigin vali, í hvaða formi sem þau eru t.d. leiklist, hönnun, myndlist, dans, ljósmyndun, ritlist o.fl.
Í ár verður verkefnið 4-6 vikur og hefst það í byrjun júni en tímabil fer eftir eðli og umfangi verkefnis.
Starfið verður mótað að áhugasviði einstaklingsins og verður að mestu leyti unnið sjálfstætt en munu þátttakendur fá leiðsögn frá verkefnastjóra ásamt reglulegum stöðufundum.
Starfshlutfall í samkomulagi við umsækjendur verður allt að 100% og vinnutíminn getur verið sveigjanlegur.

Sveitarfélagið leggur til aðstöðu ef við á.

Þetta er þróunarverkefni með það að markmiði að gefa skapandi einstaklingum í samfélaginu okkar tækifæri til að stunda vinnu á sínu áhugasviði og að vinna að listsköpun sinni. En verkefnið mun um leið efla menningarstarfið í Langanesbyggð.
Verkefnastjóri er Starkaður Sigurðarson. Hann mun vera ráðgefandi ásamt því að hafa milligöngu um faglegar ráðleggingar ef við á.

Umsækjendur skila inn stuttu kynningarbréfi um sig þar sem þau gera grein fyrir þeim hugmyndum og verkefnum sem umsækjandi vill vinna að í sumar. Umsóknir sendast á langanesbyggd@langanesbyggd.is Starkaður Sigurðarson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir, verkefnastjóri Kistunnar, fara yfir umsóknir og hafa umsjón með verkefninu og þróun þess.
Laun eru sambærileg og hjá öðrum ungmennum í sumarstarfi áhaldahúss.

Með þessu verkefni viljum við efla menningarstarf í Langanesbyggð og gefa ungu fólki á svæðinu fjölbreyttari atvinnutækifæri og möguleika til að vinna á sviði sem endurspeglar styrkleika þeirra og áhuga. Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um!