Skemmtiferðaskip til Þórshafnar
Þórshafnarbúar fengu skemmtilega og óvænta heimsókn kl 11:00 í morgun frá skemmtiferðarskipinu National Geograpic. En
þar var óvænt breytt um skipulag og lagst að bryggju á Þórshöfn.
Ferð skipsins er eftirfarandi: Reykjavik (11.07.13)
– Flatey – Isafjordur – Siglufjordur – Akureyri – Húsavik – Grimsey – Þórshöfn – Djúpivogur – Heimaey –
Reykjavik.
Skipið er byggt 1982 en fékk góða yfirhalningu árið 2008. Skipið er 6.100 tonn og í áhöfn eru um 70
manns og farþegar um 150. Skipið er byggt samkvæmt ísklassa 1A. Farþegar sem sækjast eftir því að ferðast með skipinu eru
frekar eldra fólk sem vill fara á ævintýralega og öðruvísi áfangastaði.
Skipið mun halda úr höfn kl. 17:00 í dag en einhverjir farþegar munu halda út á Langanes og skoða sig um þar.
/ós