Skemmtilegt og fjölmennt þorrablót
30.01.2018
Fréttir
Þorrablótið á Þórshöfn fór fram á laugardagskvöld og voru um 250 manns sem sóttu samkomuna. Borðhald og skemmtun fóru fram í íþróttahúsinu eins og í fyrra en það fyrirkomulag gefur aðeins meira olbogarými. Eftir skemmtun var síðan ball í Þórsveri þar sem hljómsveitin SOS spilaði fram á nótt. Alltaf gaman á blóti enda einna stærsti menningarviðburður ársins í samfélaginu. Blíðskaparveður hjálpaði nú líka til þannig að gestir lengra að áttu auðvelt með ferðalög. Nefndin kom víða við í skemmtiatriðum eins og sést á myndunum. Þær eru þó ritskoðaðar enda best að leyfa listrænu frelsi að njóta sín á sviðinu og geyma bestu bitana í minningunni.
Þorrablótið á Þórshöfn fór fram á laugardagskvöld og voru um 250 manns sem sóttu samkomuna. Borðhald og skemmtun fóru fram í íþróttahúsinu eins og í fyrra en það fyrirkomulag gefur aðeins meira olbogarými. Eftir skemmtun var síðan ball í Þórsveri þar sem hljómsveitin SOS spilaði fram á nótt. Alltaf gaman á blóti enda einna stærsti menningarviðburður ársins í samfélaginu. Blíðskaparveður hjálpaði nú líka til þannig að gestir lengra að áttu auðvelt með ferðalög. Nefndin kom víða við í skemmtiatriðum eins og sést á myndunum. Þær eru þó ritskoðaðar enda best að leyfa listrænu frelsi að njóta sín á sviðinu og geyma bestu bitana í minningunni.