Fara í efni

Skemmtun hjá 4. og 5. bekk!

Fundur
25.feb. 20084.-5. bekkur skemmtu sér vel saman á bekkjarkvöldi föstudagskvöldið 22. febrúar. Við hittumst í grunnskólanum kl. 18 með svefnpokana okkar og allt tilheyrandi því ákveðið var að gista líka

25.feb. 2008
4.-5. bekkur skemmtu sér vel saman á bekkjarkvöldi föstudagskvöldið 22. febrúar. Við hittumst í grunnskólanum kl. 18 með svefnpokana okkar og allt tilheyrandi því ákveðið var að gista líka. Fórum svo í Svartholið og borðuðum pizzur og franskar og drukkum gos með. Eftir matinn héldum við brjálað diskó í þessari góðu aðstöðu í Svartholinu. Þar er reykvél, diskó kúlur og góðar græjur. Það var mjög gaman.

Eftir diskóið löbbuðum við upp í skóla aftur og horfðum á DVD og sprelluðum eitthvað frameftir.

Fórum á fætur um níu leytið á laugardagsmorgun og fengum okkur góðan morgunmat saman. Því næst tók tiltektin við og allir héldu svo ánægðir heim á leið, mis vel úthvíldir þó...

Myndir

HS