Skoðanakönnun vegna framtíðar áætlunarflugs til Þórshafnar.
Þann 5. júní sl. var haldinn íbúafundur á Þórshöfn um framtíð áætlunarflugs til Þórshafnar. Voru það Innanríkisráðuneytið og Isavia sem stóðu að þessum fundi.
Markmið fundarins var að virkja íbúa og fyrirtæki til þátttöku við að móta vísbendingar og mælikvarða til að meta áhrif flugsins á lífsgæði íbúa. Á fundinum var kynnt að í framhaldi af þessari fundarherferð yrði framkvæmd skoðanakönnun meðal íbúa Langanesbyggðar sem send yrði til íbúa í tölvupósti.
Verið er að taka saman netföng íbúa Langanesbyggðar til að senda innanríkisráðuneytinu vegna þessarar könnunar. Allir íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að senda póst á netfangið sirry@langanesbyggd.is og skrá netfangið sitt á netfangalistann sem allra fyrst.
Framtíð áætlunarflugs til Þórshafnar er mikilvæg fyrir alla íbúa Langanesbyggðar og því þurfum við að koma á framfæri með því að svara þessari könnun.
Allir að taka þátt!!!
/sj