Skólagarðar Kofabyggð!
Líkt og sl. sumar hefur verið ákveðið að bjóða nemendum 1. - 6. bekkjar grunnskólanna að taka þátt ræktun s.k. skólagarða í sumar. Á Bakkafirði er stefnt að því að starfsemin hefjist 6. júní og að henni ljúki með uppskeruhátíð í september. Hverjum einstaklingi verður úthlutað útsæði, grænmetisplöntum/-fræi auk leiðsagnar um ræktun og umhirðu. Starfsemin á Bakkafirði verður í umsjón Indriða Þóroddssonar og er foreldrum nemenda 1. 6. bekkjar grunnskólans þar bent á að setja sig í samband við hann í síma 895 1686. Einnig verður boðið upp á smíðavelli - kofabyggð fyrir sömu aldurshópa og er stefnt að því að sú starfsemi hefjist 2. júlí á Bakkafirði. Um verður að ræða tvo tíma á dag tvisvar í viku (kl. 10:00 - 12:00). Krakkarnir fá timbur og nagla en hamra þurfa þau að hafa með sér sem og málningu kjósi þau að mála mannvirkin. Þátttökugjald nemur kr. 1.500,- og skal greiðast á skrifstofum sveitarfélagsins við skráningu.