Fara í efni

Skólakrakkar heimsækja safnið í Laxárdal

Fundur
Á lofti gömlu hlöðunnar í Laxárdal í Þistilfirði leynist skemmtilegt safn, sem Hólmfríður hefur unnið við að koma upp. Kvistur var smíðaður á loftið og til varð frábær staður fyrir minjasafn. Þarna e

Á lofti gömlu hlöðunnar í Laxárdal í Þistilfirði leynist skemmtilegt safn, sem Hólmfríður hefur unnið við að koma upp. Kvistur var smíðaður á loftið og til varð frábær staður fyrir minjasafn. Þarna er mikið af gömlum munum frá fyrri tíð, meiri hlutinn úr búi fyrri kynslóða í Laxárdal en ýmislegt fleira hefur bæst við. Margt þarna vakti áhuga skólabarnanna, t.d. skilvindan, útskorin reglustika úr tré, gamalt orgel, vefstólar og fleira. Sérkennilegar járntangir var líka að finna en í ljós kom að þetta voru krullujárn, svo dömurnar í gamla daga hafi getað krullað á sér hárið, eftir að hafa hitað tengurnar. Veitingar voru í boði í safninu; nýbakaðar muffinskökur og mjólk beint úr kúnni. Eftir að hafa skoðað sig vel um í safninu þá voru öll dýrin á bænum heimsótt, kýrnar sem gáfu mjólkina, kálfar, hestar, kindur og nýfædd lömb. Sex hvolpar voru líka á bænum og þótti börnunum verst að fá ekki að hafa þá heim með sér. Heimareykt, hrátt hangikjöt var líka hægt að smakka í útihúsinu en það var hreint lostæti. Ánægðir krakkar héldu svo heim á leið í ungmennafélagsrútunni og sungið var hástöfum á leiðinni eftir góðan morgun í sveitinni.