Fara í efni

Skólamiðstöð á Þórshöfn

Fréttir
Á fundi sínum s.l. miðvikudag fjallaði sveitarstjórn Langanesbyggðar um viðbyggingu við grunnskólann á Þórshöfn. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við þarfagreiningu og hönnun á mannvirkinu sem nú er á lokastigi.

Á fundi sínum s.l. miðvikudag fjallaði sveitarstjórn Langanesbyggðar um viðbyggingu við grunnskólann á Þórshöfn.  Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við þarfagreiningu og hönnun á mannvirkinu sem nú er á lokastigi.   Síðustu dagana hefur verið unnið að kostnaðar útreikningum á byggingunni.  Unnið er út frá tveimur möguleikum í byggingarefni en það er uppsteypt hús og hús úr krossviðseiningum sem kallast KLH einingar.  Í dag er heildarkostnaður framkvæmdanna með talsverðum breytingum á elsta hluta grunnskólanns og inngangi metin á  340. milljónir  ef um uppsteypta byggingu væri að ræða,  en 310 milljónir ef húsið yrði byggt úr timbureiningunum.   Hönnun byggingarinnar, lóðahönnun,  verkfræðikostnaður og byggingareftirlit nemur um 35M af þessari fjárhæð.  Vakin er athygli á því að hér er um fyrstu tölur að ræða og verið er að skoða fleiri byggingarkosti t.a.m. forsteypt einingarhús.