Fara í efni

Skólastjóri óskast!

Fundur
Langanesbyggð auglýsir eftir skólastjóra til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn. Starfssvið skólastjóra verður að skipuleggja og þróa skólastofnunina, veita faglega forystu á sviði kennslu og þróuna

Langanesbyggð auglýsir eftir skólastjóra til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn.

Starfssvið skólastjóra verður að skipuleggja og þróa skólastofnunina, veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Hann ber ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri skólans og gerð fjárhagsáætlunar. Skólastjóri leiðir jafnframt samstarf nemenda, starfsmanna, foreldra og skólasamfélagsins í heild.

Nánari upplýsingar má finna hér eða í "nánar".

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • M.Ed. próf eða önnur uppeldismenntun
  • Kennslureynsla og reynsla af skólastjórnun æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði, einlægur áhugi og metnaður fyrir skólastarfi

Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að leiða vaxandi og fjölbreytt skólastarf á Þórshöfn.

Einnig eru lausar til umsóknar staða íþróttakennara og stöður kennara til almennrar kennslu við Grunnskólann á Þórshöfn.

Nánari upplýsingar veita:

Arnfríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri
S: 468 1164 og 899 3480 -

skolastjori@thorshafnarskoli.is

Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri
S: 468 1220 og 821 1646 -

sveitarstjori@langanesbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2012 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst til að geta tekið þátt í undirbúningi næsta skólaárs.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.